top of page
Hraunbær

 Bæjartraðir

 

“Bæjarstæði skal velja hátt og harðlent” segir í tímaritinu Bóndi frá árinu 1851. Hér áður fyrr

flegar valin voru bæjarstæði til sveita var hugað að útsýni og skjóli, staðsetning var gjarnan í

námunda við bæjarhól og lækjarsprænu. Íbúðarhús og útihús mynduðu þyrpingu húsa, mótaðir

voru stekkir, kálgarðar, traðir, túngarðar, bæjarhlað og að síðustu var sjálf bæjarhellan lögð.

Þetta voru skýrt afmörkuð svæði fyrir fólk og fé. Kannski ekki svo langt frá því sem Jan Gehl

kallaði opinbert-, hálf opinbert- og einkarými.

En hvernig nemur maður land á svæði, sem af gömlum ljósmyndum að dæma, voru áður fyrr

kálgarðar, en afmarkast nú af fjölförnum akvegum?

Í fyrstu eru mótaðir tóftarveggir sem afmarka ytri jaðar svæðisins; túngarðinn. Innan garðs eru

smærri rými sem halda utan um litla einkagarða auk sameiginlegra svæða til samveru og leiks.

Tóftin myndar einnig traðir sem tengja svæðið við umheiminn; við græn svæði, skóla og

þjónustu. Tóftarveggir rísa hæst til norðurs að Bæjarhálsi og er íbúðum þar lyft upp um eina hæð

frá umferðarnið að útsýni. Undir flekjunni er bílgeymsla fyrir flá sem kjósa að leggja bíl sínum í

skjóli fyrir veðri og vindum. Önnur bílastæði eru milli húsa með aðkomu frá norðri en beina fólki

gegnum garðinn að húsum sínum. Vel er hugað að tengingu fyrir rafbíla og eru bílastæði staðsett

þannig að umferð akandi þveri ekki gönguleiðir. Tóftin sem klædd er kortenstáli er mishá og

misþykk og má líkja því við að gróðurflekjan hafi verið rist og henni lyft upp til að marka traðir og

skjólgóða stekki. Uppistaða flekjunnar er lynghagagróður en á jöðrum skal gróðursetja nytjajurtir

eins og myntu, blóðberg, kamillu, grænkál, graslauk og einstaka berjarunna til að laða að fugla og

fólk. Í hverju húsi er auk þessa vetrargarður þar sem hægt er að rækta súraldintré og framandi

kryddjurtir. Íbúar skulu hvattir til sorpflokkunar og eru litlir hjallar fyrir sorpílát í tengslum við

bílastæði en þar er einnig komið fyrir hjólastæðum fyrir þá sem velja umhverfisvænni ferðamáta.

Gert er ráð fyrir að hægt sé að vera með hænur sé þess óskað, sem dregur úr förgun á lífrænum

úrgangi, auk fless að glæða umhverfið lífi. Lögð er áhersla á félagslegt samneyti með útisvæðum

sem eru fjölbreytt að gerð og lögun. Leiksvæði er fyrir ólíka aldurshópa, rými til íþróttaiðkunar,

útieldhús, bekkir og borð, allt þetta skapar vettvang fyrir samtal og vekur upp líf á milli húsanna.

Útirýmin eru mótuð með tilliti til skjóls og sólar og er áhersla á skjólgóð síðdegissvæði. Hugað

verður að ofanvatnslausnum og gegndræpi.

Náttúrulegt uppbrot húsa skapast me hæðarmun lóðar frá vestri til austurs. Innan hvers húss er

einnig unnið með landhalla frá suðri til norðurs og er þannig komið inn í tvær og tvær íbúðir á

stigapalli í stað þess að fjórar íbúðir séu á hæð. Allar íbúðaeiningar hafa svalir, ýmist til suðurs,

austurs eða vesturs.

En hver er staðarandi svæðisins og hvernig er hann styrktur?

Skipulagsleg meginhugmynd er sótt í fjölbýlishúsin við Hraunbæ þó í öðrum mælikvarða sé. Í

Hraunbæ er bílaumferð meðfram norðurhluta lóðar sem skapar bílfrí svæði til suðurs.

Aðalinngangar eru þó alltaf frá garði til að virkja útisvæði. Hvítur múr með einstaka jarðlituðum

innfellingum auk timburs í tengslum við anddyri og aðkomu er megin efnisnotkun Árbæjar.

Handan Bæjarhálsar er hins vegar byggingarefnið stál og ál. Unnið verður áfram með þessi

leiðarstef, hvíta múrhúðaða steypu sem grunnbyggingarefni, jarðlæga náttúruliti og timbur til

uppbrots við svalir og í anddyri, þar sem nálægð manneskjunar við efnið er meiri. Kortenstál

verður notað til að móta umgjörð gróðurflekju. Í hverju húsi eru fjórar stærðir og gerðir íbúða

sem tryggja fjölbreytileika svæðisins og býður ólíkum fjölskyldum að búa saman. Markmiðið er

að laða að íbúa á ólíku aldursskeiði í stað þess að aðgreina.

bottom of page